Landslið

U16 kvenna – Síðasti leikur riðlakeppninnar í dag

Ísland mætir Svíþjóð í dag klukkan 15:30

4.7.2017

U16 ára landslið kvenna leikur í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem haldið er í Finnlandi. 

Svíþjóð er andstæðingur Íslands í dag og hefst leikurinn klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Ísland er með þrjú stig, ásamt Finnlandi, á meðan Svíþjóð er neðst án stiga. Frakkland er á toppi riðilsins með sex stig. Sigur í dag myndi þýða að Ísland er öruggt um að leika um bronsið á fimmtudaginn. 

Byrjunarlið Íslands í leiknum dag: 

Markmaður – Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving

Vinstri bakvörður – Katla María Þórðardóttir

Hægri bakvörður – Karólína Jack 

Miðverðir – Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz og Hildur Þóra Hákonardóttir, fyrirliði 

Miðja – Ísafold Þórhallsdóttir, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir og Clara Sigurðardóttir 

Vinstri kantur – Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 

Hægri kantur – Barbára Sól Gísladóttir 

Framherji – Sveindís Jane Jónsdóttir 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög