Landslið

U16 kvenna - Leikið um bronsið í dag

Leikur gegn Þýskalandi klukkan 11:00

6.7.2017

Ísland leikur í dag um bronsið á Norðurlandamóti U16 kvenna í Finnlandi. Andstæðingar dagsins eru Þýskaland og hefst leikurinn klukkan 11:00 að íslenskum tíma. 

Íslenska liðið hefur leikið mjög vel á mótinu, unnið Finnland og Svíþjóð en tapað fyrir Frakklandi. Þýskaland vann Danmörk, gerði jafntefli við Hollendinga en töpuðu fyrir Noregi. Það má því búast við góðum og spennandi leik í dag.

Leikurinn er sýndur í beinni.

Smelltu hérna til að fara á sjónvarpsvef finnska sambandsins.

  

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag 

Markmaður – Birta Guðlaugsdóttir 

Hægri bakvörður – Katla María Þórðardóttir 

Vinstri bakvörður – Íris Una Þórðardóttir 

Miðverðir – Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz og Hildur Þóra Hákonardóttir, fyrirliði 

Miðja – Ísafold Þórhallsdóttir, Karólína Jack og Clara Sigurðardóttir 

Hægri kantur – Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 

Vinstri kantur – Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 

Framherji – Sveindís Jane Jónsdóttir 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög