Landslið

U16 kvenna - Tap gegn Þýskalandi í dag

Fjórða sætið staðreynd

6.7.2017

Ísland tapaði síðasta leik sínum á Norðurlandamóti U16 kvenna í dag gegn Þýskalandi 4-0 og endaði liðið því mótið í 4. sæti. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn allan leikinn og voru 3-0 yfir í hálfleik. Bættu þær síðan við fjórða markinu í seinni hálfleik. 

Þrátt fyrir tap í síðasta leik hefur liðið staðið sig frábærlega á mótinu, unnið bæði Svíþjóð og Finnland og verið nálægt því að vinna Frakkland. Framtíðin er svo sannarlega björt. 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög