Landslið

Stelpurnar okkar klæðast Polo Ralph Lauren fötum frá Mathilda í Kringlunni

10.7.2017

 Það styttist í að stelpurnar okkar haldi á EM í Hollandi, en liðið ferðast út þann 14. júlí. Eitt af stóru atriðunum fyrir mótið er að hafa samræmi þegar kemur að fötum og útbúnaði og munu stelpurnar okkar klæðast glæsilegum fötum frá Polo Ralph Lauren á ferðalögum sínum.    

Um er að ræða klassíska hönnun sem er þægileg og gott að ferðast í. Stelpurnar munu klæðast Polo Ralph Lauren fötum frá Mathilda til og frá leikvangi og á sérstökum viðburðum á mótinu.  

 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er ánægð með fatnaðinn sem liðið ferðast í: “Við erum ánægðar með að fá einkennisfatnað okkar sem notaður verður á mótinu. Það er mikilvægt að leikmönnum og starfsliði líði vel og er samræmt útlit og þægilegur fatnaður því mikilvægur. Fötin frá Polo Ralph Lauren eru klassísk og tímalaus en fyrst og fremst þægileg. Við erum því mjög ánægðar með samstarfið við Mathilda og Polo Ralph Lauren.”Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög