Landslið

A kvenna - Stelpurnar árita plaköt miðvikudaginn 12. júlí

Verða á staðnum frá 14:30 - 15:00

11.7.2017

Íslenska kvennalandsliðið leggur af stað til Hollands föstudaginn 14. júlí, en áður en að þeirri ferð kemur mun liðið árita plaköt á Melavellinum (anddyri Laugardalsvallar) miðvikudaginn 12. júlí. 

Stelpurnar okkar verða á staðnum frá 14:30 – 15:00 og árita glænýja liðsmynd sem tekin var sérstaklega af hópnum fyrir EM. 

Stuðningsmenn landsliðsins eru hvattir til að kíkja í Laugardalinn til að hitta stelpurnar og fá áritanir. 

Á sama tíma verða til sölu Áfram Ísland vörur og því er þetta frábært tækifæri fyrir alla stuðningsmenn að kaupa sér vörur fyrir ferðina til Hollands og hitta á sama tíma stelpurnar okkar. Sala á Áfram Ísland varningi hefst klukkan 14:00 og verður hún opin til 19:00.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög