Landslið

EM 2017 - Ísland mætir Frakklandi í dag

Mótið hefst fyrir alvöru í dag

18.7.2017

Það er komið að því. Ísland hefur leik í dag á EM 2017 þegar liðið mætir Frakklandi á Koning Willem II Stadion í Tilburg, en þetta er í þriðja skiptið í röð sem Ísland leikur á EM. 

Íslenska liðið hefur undirbúið sig mjög vel undanfarnar vikur og þær eru meira en tilbúnar fyrir það stóra verkefni sem bíður þeirra í kvöld. Frakkland er eitt af þeim liðum sem talið er líklegast til afreka í Hollandi í sumar og verður því á brattann að sækja fyrir stelpurnar í kvöld. 

Það er því ljóst að allt verður lagt í sölurnar og liðið mun skilja allt eftir á vellinum. 

Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og er hann sýndur beint á RÚV. 

Til hamingju með daginn! 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög