Landslið

EM 2017 - Ísland mætir Sviss í dag - BYRJUNARLIÐ

Annar leikur liðsins á EM

22.7.2017

Ísland leikur í dag annan leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Sviss á De Vijverberg vellinum í Doetinchem.

Byrjunarlið Íslands sem mætir Sviss:

 

Íslenska liðið tapaði 1-0 fyrir Frakklandi í fyrsta leik, en markið kom undir lok hans úr vítaspyrnu. Liðið lék frábærlega í leiknum og átti svo sannarlega skilið meira út úr honum.

 Þetta er í áttunda sinn sem þjóðirnar mætast, en Ísland hefur unnið tvær viðureignir, einu sinni hefur orðið jafntefli og fjórum sinnum hefur Sviss sigrað. Það þarf þó að fara allt aftur til 1986 til að finna sigur Íslands á Sviss, en þá skoraði Kristín Anna Arnþórsdóttir eina mark leiksins í 1-0 sigri. Liðin voru einnig saman í riðli í undankeppni HM 2015, en Sviss vann báðar viðureignirnar þar. 

Það má með sanni segja að leikurinn í dag sé gríðarlega mikilvægur og sigur í honum myndi þýða að allt er mögulegt í síðustu umferðinni. 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög