Landslið

EM 2017 - Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli og Ísland því úr leik

Ísland leikur við Austurríki á miðvikudaginn

22.7.2017

Frakkland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli í kvöld og það er því ljóst að Ísland getur ekki tryggt sér áframhaldandi þátttöku á mótinu þrátt fyrir að eiga eftir leikinn gegn Austurríki. 

Frakkar og Austurríki eru með 4 stig og Ísland getur því ekki náð þessum liðum að stigum. Sviss, Frakkland og Austurríki eiga öll möguleika á að komast áfram en Frakkar mæta Sviss og Ísland mætir Austurríki í seinasta leik riðilsins. Stelpurnar okkar vilja þakka þeim þúsundum sem komu á völlinn í kvöld og þær munu skilja allt eftir á vellinum á miðvikudaginn þegar Ísland mætir Austurríki. 

TAKK!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög