Landslið

EM 2017 - Freyr segir mikinn áhuga á leikmönnum Íslands

Íslenska liðið var með fjölmiðlafund í dag

24.7.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, sagði á fjölmiðlafundi í dag að íslenska liðið gæti farið frá EM með höfuðið hátt. Freyr sagði á fundinum að íslenska liðið hafi lært marft á mótinu og leikmenn hafi vakið áhuga margara erlendra liða. 

„Ég veit að það er áhugi á íslenskum leikmönnum," sagði Freyr en á meðan á Evrópumótinu stendur hefur Freyr fengið margar fyrirspurnir. 

„Ég er með ansi marga tölvupósta sem þarf að svara þegar ég kem heim. Allir leikmenn sem eru ekki þekktar stærðir fyrir mót eru félög erlendis frá að biðja um upplýsingar um," sagði Freyr sem segir það mikilvægt að Ísland eignist fleiri atvinnumenn í kvennaknattspyrnu. 

Freyr ræddi einnig um að öll umgjörð mótsins hafii verið til fyrirmyndar og greinilegt að liðin séu að stíga skref upp á við hvað fagmennsku varðar. 

Smelltu hérna til að sjá fundinn í heild sinni.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög