Landslið

U16 karla - Ísland gerði jafntefli við Noreg

Leikurinn endaði 1-1

1.8.2017

Opna Norðurlandamót U17 drengja hélt áfram í dag þegar 2. umferð riðlakeppninnar var leikin. Mótið fer fram hér á landi, á Suðurnesjum og Suðurlandi. 

Strákarnir okkar léku í dag við Noreg og fór leikurinn 1-1, en leikið var á Vogabæjarvelli. Guðmundur Axel Hilmarsson skoraði jöfnunarmark Íslands, en Norðmenn höfðu komist yfir sjö mínútum fyrr. 

Ísland vann svo vítaspyrnukeppnina í lok leiks, 6-5, en hafni liðin með jafn mörg stig í riðlinum verður Ísland ofar vegna sigursins í henni. 

Í sama riðli mættust Pólland og Norður Írland þar sem Pólverjar unnu nokkuð sannfærandi, 4-1. 

Í hinum riðlinum voru einnig tveir leikir, en leikið var í Þorlákshöfn. Í fyrri leiknum mættust Færeyjar og Finnland og endaði sá leikur með finnskum sigri, 2-1. 

Seinni leikurinn var stórleikur Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Danir unnu 1-0. 

Næstu leikir á mótinu eru á fimmtudaginn.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög