Landslið

U16 karla - Ísland mætir Póllandi á Nesfisk-vellinum í dag

Leikurinn hefst klukkan 16:00

3.8.2017

Þriðji, og síðasti, leikur strákanna okkar á Norðurlandamóti U16 ára landsliða fer fram á Nesfisk-vellinum í Garði í dag og hefst hann klukkan 16:00. Ísland mætir þá Póllandi, en með sigri mun Ísland spila úrslitaleik mótsins á laugardaginn. 

Í hinum leik riðilsins mætast Noregur og Norður Írland, en sá leikur hefst klukkan 12:00. Ísland og Noregur eru jöfn að stigum með 4 stig, en þar sem Ísland vann vítaspyrnukeppnina eftir leik þeirra við Noreg nægir þeim sigur í dag. 

Í hinum riðlinum mætast Danmörk og Finnland klukkan 12:00 og Færeyjar og Svíþjóð klukkan 16:00. Þeir leikir fara fram á JÁVERK vellinum á Selfossi. 

Danir tróna á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð og Finnland hafa þrjú en Færeyjar eru enn án stiga. 

Við hvetjum sem flesta til að fjölmenna á vellina í dag og sjá framtíðarleikmenn Norðurlanda mætast.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög