Landslið

HM 2018 - Miðar á leik Íslands og Finnlands

Afhending miða hefst 15. ágúst

10.8.2017

Miðar sem keyptir voru á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 eru á leiðinni til landsins og mun afhending þeirra hefjast á þriðjudaginn næstkomandi, 15. ágúst, og standa til 25. ágúst. Hægt verður að nálgast þá milli 9 og 16 alla virka daga á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Þeir stuðningsmenn sem hafa ekki tök á því að sækja miðana eru beðnir um að hringja á skrifstofuna í síma 510-2900/eða senda tölvupóst á midasala@ksi.is.

Áfram ÍSLAND!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög