Landslið

Leikið gegn Tyrklandi á Eskişehir Yeni Stadyumu

Leikið föstudaginn 6. október

23.8.2017

Ísland leikur gegn Tyrklandi föstudaginn 6. október í undankeppni HM 2018. 

Tyrkir hafa nú staðfest hvar leikurinn fer fram, en hann verður á Eskişehir Yeni Stadyumu í Eskisehir. 

Völlurinn er nýr, en hann var opnaður seint í október 2016 og er heimili Eskisehirspor sem leikur í úrvalsdeildinni í Tyrklandi. Tekur hann 34.930 manns í sæti. 

Tyrkland leikur einnig þar gegn Króatíu 5. september. 

Eskisehir er staðsett í norðvesturhluta landsins og búa rúmlega 800.000 þúsund manns í borginni, en hún er 792 metra yfir sjávarmáli.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög