Landslið

KSÍ styrkir söfnunarátak Á allra vörum

15.9.2017

Leikmenn og þjálfarar A landsliðs kvenna fengu í dag varaglossa að gjöf frá KSÍ. Varaglossarnir eru frá Á allra vörum sem nú standa að söfnunarátaki áttunda sinn.

Söfnunarátak Á allra vörum að þessu sinni er fyrir Kvennaathvarfið og nýju húsnæði fyrir konur og börn sem ekki eiga í nein hús að vernda eftir að dvöl þeirra í Kvennaathvarfinu lýkur.

Guðni Bergsson og Guðrún Inga Sívertsen afhentu leikmönnum varaglossana fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í morgun og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.


Íslenska landsliðið mætir Færeyjum á mánudaginn og hefst leikurinn kl. 18:15. Leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2019. Frítt er á leikinn og eru landsmenn hvattir til að koma og styðja við bakið á stelpunum okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög