Landslið

Stuðningsmannasvæði fyrir leik Íslands og Færeyja

18.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Færeyjum í dag, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu. 

Frítt verður á leikinn og hvetjum við því fólk til að mæta snemma, gera sér glaðan dag og fara síðan og hvetja stelpurnar okkar. Upphitun hefst tveimur klukkustundum fyrir leikina og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. 

Á svæðinu verður boðið upp á andlitsmálningu og hoppukastala auk þess sem Tólfan mætir á svæðið klukkutíma fyrir leik til að keyra upp stemninguna. Veitingasala verður á svæðinu, sala á Áfram Ísland varningi sem og salernisaðstaða. Viðburðurinn verða staðsettir á bílastæðunum fyrir framan Laugardalsvöll og vegna þeirra verða bílastæðin lokuð. 

Fólk er beðið um að hafa það í huga þegar komið verður á völlinn að færri bílastæði verða í boði í Laugardalnum en venja er á landsleikjum og því um að gera að nýta almenningssamgöngur.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög