Landslið

A karla - Ísland - Tyrkland í dag

Hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma

6.10.2017

Ísland mætir Tyrklandi í dag í næst síðasta leik sínum í undankeppni HM 2018, en leikið er í Eskisehir. Hefst leikurinn klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Leikurinn er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur, fyrir bæði lið, í baráttunni um sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. 

Baráttan í riðlinum er mikil og eiga fjögur lið raunhæfa möguleika á því að komast til Rússlands.

Staðan í riðlinum

Ísland og Króatía sitja á toppi riðilsins með 16 stig, þó Króatía sé með betri markatölu. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan Úkraína og Tyrkland með 14 stig. Leikurinn í Tyrklandi er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Á sama tíma og leikur Íslands fer fram á Króatía heimaleik gegn Finnlandi og Úkraína útileik gegn Kosóvó. 

Síðasta umferð riðilsins lítur síðan svona út:

Finnland - Tyrkland

Úkraína - Króatía

Ísland - Kosóvó

Það er því ljóst að mikilvægt er fyrir Ísland að ná úrslitum í Tyrklandi og hefur Heimir Hallgrímsson nú þegar sagt að liðið ætli sér sigur. Sigur í þessum leik myndi þýða að góður möguleiki væri fyrir Ísland að vinna riðilinn, jafntefli myndi væntanlega þýða að sigur gegn Kosóvó fleyti Íslandi í umspil.

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög