Landslið

U21 karla - Markalaust jafntefli gegn Albaníu í dag

Leikurinn fór fram ytra

10.10.2017

U21 ára lið karla lék í dag við Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2019. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Leikið var í Elbasan í Albaníu og hófst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Þetta var seinni leikur liðanna í riðlinum en Albanía vann fyrri leikinn 3-2, en það voru Viktor Karl Einarsson og Axel Óskar Andrésson sem skoruðu mörk Íslands þá.

Heimamenn voru ívið betri í leiknum, áttu 11 marktilraunir gegn sex hjá strákunum okkar. Ásgeir Sigurgeirsson fékk svo að líta rauða spjaldið á 90 mínútu fyrir brot.

Ísland lék einnig við Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn ytra og vannst þar 2-0 sigur. Albert Guðmundsson skoraði bæði mörk liðsins.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Sindri Ólafsson

Alfons Sampsted

Felix Örn Friðriksson

Hans Viktor Guðmundsson

Axel Óskar Andrésson

Samúel Kári Friðjónsson

Július Magnússon

Viktor Karl Einarsson

Tryggvi Hrafn Haraldsson

Albert Guðmundsson

Jón Dagur Þorsteinsson

Áfram Ísland!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög