Landslið

ÍSLAND Á HM!

9.10.2017

ÍSLAND ER KOMIÐ Á HM! 

Já, Ísland er komið á HM í fyrsta skipti í sögunni! 

Strákarnir okkar tryggðu sér sætið með 2-0 sigri á Kosóvó á Laugardalsvelli í kvöld! 

Fyrri hálfleikur var jafn og lítið um færi. Það var síðan Gylfi Þór Sigurðsson sem kom sér í gegnum vörn Kosóvó og setti boltann í netið. 1-0 fyrir Ísland í hálfleik.

 Það var augljóst að markið hefði gert Íslandi gott því liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel. Það var svo Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði annað mark Íslands eftir 68 mínútur og þar við sat.

Ísland er komið á HM í Rússlandi 2018. 

ÁFRAM ÍSLAND!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög