Landslið

Þjóðadeild UEFA - Ísland í Deild A

Dregið í riðla 24. janúar

11.10.2017

UEFA staðfesti í dag skiptingu liða í hina nýju Þjóðadeild, UEFA Nations League, og verður dregið í riðla 24. janúar næstkomandi. 

Ásamt Íslandi í deild A verða Þýskaland, Portúgal, Belgía, Spánn, Frakkland, England, Sviss, Ítalía, Pólland, Króatía og Holland.

Þessum liðum verður skipt niður í fjóra riðla sem hver inniheldur þrjú lið. Sigurvegari hvers riðils fer í úrslitakeppni í júní 2019 þar sem barist verður um sigur í keppninni. 

Þau fjögur lið sem lenda í neðsta sæti í sínum riðlum falla niður í deild B. 

Frekar upplýsingar um Þjóðadeildina má finna á vef UEFA: 

Upplýsingar um Þjóðadeildina


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög