Landslið

A karla - Miðasala fyrir HM í Rússlandi

12.10.2017

Mikið hefur verið spurt um miða á HM í Rússlandi undanfarna daga. Starfsmenn KSÍ áttu fund með miðasöludeild FIFA í morgun og er nú unnið úr þeim upplýsingum sem fengust á þeim fundi. 

Aðalhluti miðasölu til stuðningsmanna Íslands mun fara fram á miðasöluvef FIFA og hefst sú miðasala 5. desember og mun standa til 31. janúar. 

Nánari upplýsingar um fjölda miða, miðaverð og kaupferlið eru í vinnslu og verða birtar í heild á næstu vikum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög