Landslið

A kvenna - Ísland mætir Þýskalandi í dag

Leikið í Wiesbaden og hefst leikurinn klukkan 14:00

19.10.2017

Ísland leikur annan leik sinn í undankeppni HM 2019 í dag þegar liðið mætir Þýskalandi á BRITA arena í Wiesbaden. Hefst leikurinn klukkan 14:00 að íslenskum tíma. 

Fyrsti leikur liðsins var gegn Færeyjum í september þar sem Ísland vann öruggan 8-0 sigur gegn Færeyjum á Laugardalsvelli. Þýskaland hefur hins vegar leikið tvo leiki og unnið þá báða. Liðið vann Slóveníu 6-0 heima og Tékklandi 1-0 á útivelli. Þess má geta að Ísland leikur síðan við Tékkland á þriðjudaginn næstkomandi. 

Þetta er í 15 sinn sem liðið mætast og hefur Þýskaland unnið alla 14 leikina til þessa. 

Allir leikmenn Íslands eru klárir í leikinn og hefur undirbúningur liðsins gengið mjög vel í Þýskalandi.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög