Landslið

U15 karla - Leikir gegn Færeyjum á föstudag og sunnudag

Leikið í Egilshöll og Akraneshöllinni

26.10.2017

U15 ára lið karla leikur um helgina tvo leiki við Færeyjar. 

Á föstudaginn er leikið í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 20:00 og á sunnudaginn er leikið í Akraneshöllinni og hefst sá leikur klukkan 14:00. 

Þetta er fyrsti landsleikur Íslands í þessum aldursflokki í töluvert langan tíma og því hvetjum við fólk til að mæta á leikina og sjá leikmenn framtíðarinnar spila sinn fyrsta landsleik. 

Dean Martin er þjálfari liðsins en hann sér einnig um hæfileikamótun KSÍ og N1.

Föstudagurinn 27. október:

Ísland - Færeyjar í Egilshöll klukkan 20:00.

Sunnudagurinn 29. október:

Ísland - Færeyjar í Akraneshöllinni klukkan 14:00

Hópurinn 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög