Landslið

U15 karla - Frábær 5-1 sigur á Færeyjum

Liðin mætast aftur í Akraneshöllinni á sunnudaginn

27.10.2017

Ísland vann í kvöld frábæran 5-1 sigur á Færeyjum, en leikið var í Egilshöll.

Liðið tók stjórn á leiknum strax frá byrjun og setti mikla pressu á Færeyinga. Ísland kom sér nokkuð oft í álitlegar stöður við teig Færeyja, en tókst þó ekki að koma boltanum yfir línuna.

Það voru hins vegar Færeyingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Þegar 17 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Kristin Jansson boltann í teig Íslands eftir mistök í vörn liðsins og setti boltann örugglega í netið.

Leikurinn jafnaðist aðeins við þetta, en Ísland náði fljótlega aftur tökum á leiknum. Eftir frábæra sókn lék Danijel Dejan Djuric á leikmenn Færeyja sem endaði á því að einn þeirra braut á honum innan teigs. Dómari leiksins átti ekki annarra kosta völ en að dæma víti. Danijel steig sjálfur á punktinn og setti boltann örugglega framhjá markverði Færeyinga.

Það var svo aðeins þremur mínútum síðar sem Ísland komst yfir eftir frábæra skyndisókn. Boltinn vannst fyrir utan teig eftir hornspyrnu. Eftir langa sendingu fram á Guðmund Tyrfingsson komst hann upp að endamörkum, lagði hann fyrir þar sem Ari Sigurpálsson var einn í teignum og lagði hann frábærlega í markið.

Ísland hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og tók það Ísland aðeins átta mínútur að bæta marki við. Óli Valur Ómarsson átti þá góða sendingu inn í teig á Ívan Óla Santos, sem setti boltann í slánna og inn.

Fjórða markið kom á 67 mínútu þegar Anton Logi Lúðvíksson lagði boltann vel í hornið eftir sendingu frá Jóhannesi Breka Harðarssyni.

Anton Logi var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar hann fékk boltann rétt fyrir utan teig Færeyja og smellti boltanum í stöngina og inn. 

Ísland hélt áfram að stjórna leiknum og gerði það til loka leiksins, fleiri mörk hefðu auðveldlega getað litið dagsins ljós. Frábær 5-1 sigur staðreynd.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn klukkan 14:00 í Akraneshöllinni.

Byrjunarlið Íslands í dag
 
Fleiri myndir úr leiknum má nálgast hér

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög