Landslið
Russia 2018 Tickets

Miðamál fyrir HM í Rússlandi:  Það sem er bannað

Knattspyrnuáhugafólk hvatt til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi

30.10.2017

Það hefur ekki farið framhjá knattspyrnuáhugafólki að sumarið 2018 fer fram í Rússlandi úrslitakeppni HM karlalandsliða og að Ísland verði þar á meðal þátttökuþjóða.  Miðamál eru fólki hugleikin.  Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum.  Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar.


Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup.  Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða.  Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess formlegt samþykki FIFA.  Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.

Ticket Holders may not sell, offer for sale, resell, offer at auctions, donate, act as a commercial agent for another party or otherwise transfer a Ticket in any way without the specific prior written consent of FIFA.

Tickets may not be used for any commercial purposes, such as for promotions or advertising activities or used as a price or reward in a competition, sweepstake or incentive programme.

KSÍ vill því biðja knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega og gæta þess kynna sér vel alla skilmála.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög