Landslið

U21 karla - 0-1 tap gegn Spánverjum í kvöld

Næsti leikur gegn Eistlandi á þriðjudaginn næstkomandi

9.11.2017

U21 ára lið karla tapaði í kvöld 1-0 fyrir Spánverjum, en leikið var ytra.

Spánn var allan tímann sterkari aðilinn, var meira með boltann og stjórnaði leiknum. 

Íslensku strákarnir áttu þó sína spretti í leiknum, en það var Fabian Ruiz sem skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu.

Þetta var fjórði leikur liðsins í riðlinum og hafa strákarnir fjögur stig eftir fjóra leiki.

Samúel Kári Friðjónsson var í banni í leiknum í dag, en er í hópnum og gæti spilað gegn Eistlandi á þriðjudaginn næstkomandi. 

Byrjunarlið Íslands í dag:

Sindri Kristinn Ólafsson (M)

Alfons Sampsted

Hans Viktor Guðmundsson

Axel Óskar Andrésson

Felix Örn Friðriksson

Tryggvi Hrafn Haraldsson

Júlíus Magnússon

Viktor Karl Einarsson

Jón Dagur Þorsteinsson

Mikael Neville Anderson

Albert Guðmundsson

Áfram Ísland!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög