Landslið

HM 2018 - Adidas kynnir nýjan bolta

9.11.2017

Adidas hefur kynnt nýjan keppnisbolta fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018, en hann sækir innblástur í fyrsta boltann sem Adidas hannaði fyrir HM árið 1970. 

Telstar 18 vekur upp ógleymanlegar minningar frá HM 1970 og af stórstjörnum eins og Pelé, Gerd Muller, Giacinto Facchetti, Pedro Rocha og Bobby Moore. 

Hinum upprunalega Telstar bolta var ætlað að vera stjarna sjónvarpsins, "star of television". Hann var fyrsti boltinn til að vera með svörtum fimmhyrningum, en munstrið var hannað svo hann myndi skera sig úr í svarthvítum sjónvörpum. Með því breyttist hönnun fótbolta til frambúðar. 

Lionel Messi er sáttur með nýja boltann en hann hefur þetta að segja um hann: 

,,Ég var svo heppinn að fá að kynnast boltanum aðeins fyrr en aðrir og fékk að prufa hann. Ég er ánægður með hann á allan hátt, hönnunina, litina, allt saman."

Frekari upplýsingar um boltann má finna á heimasíðu FIFA:

Heimasíða FIFAMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög