Landslið

Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu

Fyrsti leikurinn gegn Argentínu 16. júní í Moskvu

1.12.2017

Dregið var í riðla fyrir HM 2018 í Rússlandi og verða Argentína, Króatía og Nígería mótherjar Íslands í riðlakeppninni. 

Enn og aftur mætir Ísland Króatíu, en liðin voru saman í riðli í undankeppni HM 2018 og töpuðu gegn þeim í umspili fyrir HM 2014. 

Liðið hefur aldrei leikið gegn Argentínu, en á einn leik gegn Nígeríu. Sá leikur fór fram 22. ágúst 1981 á Laugardalsvelli og vann Ísland 3-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Árni Sveinsson, Lárus Þór Guðmundsson og Marteinn Geirsson.


Dagskrá Íslands í riðlakeppninni:

16. júní - Argentína á Spartak Stadium í Moskvu

22. júní - Nígería á Volgograd Arena í Volgograd

26. júní - Króatía á Rostov Arena í Rostov-on-Don

Vegalengdirnar milli keppnisborganna eru í styttri kantinum, svo sannarlega ekkert í líkingu við það sem hefði getað orðið. Þess má einnig geta að allar þrjár eru í sama tímabeltinu.


Keppnisstaðir

Á heimasíðu mótsins má finna upplýsingar um keppnisstaðina í Rússlandi. Hér að neðan má finna tengla á þær borgir sem Ísland heimsækir í riðlakeppninni:

Moskva

Volgograd

Rostov-on-Don
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög