Landslið

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi er hafin að nýju

4.12.2017

Miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi hófst að nýju 5. desember. Þar getur folk sótt um miða á staka leiki ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar. 

Hér er ekki um að ræða “fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. 

Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir. 

8% af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ hefur, ásamt öðrum þjóðum, verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ.

Þess ber að geta að þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma.

KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Hér að neðan má sjá samantekt um það hvað er bannað í þessum málum.

Það sem er bannað (samantekt)

Hér er hægt að nálgast miðasöluvef FIFA:

Miðasöluvefur FIFA

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög