Landslið

A karla - Leikið gegn Perú 27. mars á Red Bull Arena í New Jersey

3.1.2018

Ísland leikur æfingaleik gegn Perú þann 27. mars næstkomandi, en leikurinn mun fara fram á Red Bull Arena í Harrison, New Jersey. 

Leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir HM 2018 í Rússlandi, en Perú er að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn í 36 ár. Þetta er í fjórða sinn sem liðið kemst í lokakeppni HM, en síðast lék liðið þar árið 1982 á Spáni. Perú er í C riðli í Rússlandi og eru mótherjar liðsins þar Danmörk, Frakkland og Ástralía. 

Þetta er í fyrsta sinn sem A landslið karla mætir Perú, en liðið situr í 11. sæti heimslista FIFA í augnablikinu og hefur verið á miklu skriði upp listann undanfarið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög