Landslið

A karla - Liðið kom til Jakarta í dag

12.1.2018

A landslið karla er mætt til Jakarta, en liðið ferðaðist þangað í dag. Síðari leikur liðsins gegn Indónesíu fer fram á sunnudaginn á Gelora Bung Karno vellinum í borginni. 

Ísland æfir á morgun á keppnisvellinum sjálfum í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Þess má geta að gríðarlegur áhugi er á leiknum í Jakarta og höfum við fengið þær fregnir að uppselt sé á leikinn. 

Völlurinn tekur um 76.000 manns í sæti svo ljóst er að stemningin verður mikil. 

Við viljum benda á að leiknum á sunnudaginn hefur verið frestað um 30 mínútur og hefst því klukkan 12:00 að íslenskum tíma.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög