Landslið
Mexíkó (mynd af vef mexíkóska knattspyrnusambandsins)

Leikið við Mexíkó í San Francisco 23. mars

A landslið karla leikur tvo leiki í Bandaríkjunum í mars

19.1.2018

KSÍ getur nú staðfest að A landslið karla leiki vináttuleik við Mexíkó þann 23. mars næstkomandi.  Leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco, heimavelli ruðningsliðsins San Francisco 49ers. Áður hafði leikur við Perú 27. mars verið staðfestur.  

Ísland og Mexíkó hafa þrisvar mæst áður í vináttulandsleikjum, öll skiptin einmitt í Bandaríkjunum.  Fyrst mættust liðin árið 2003 í San Francisco (heimavelli hafnboltaliðsins SF Giants) (0-0), næst 2010 í Charlotte (0-0) og loks í Las Vegas í fyrra, þar sem Mexíkó vann 1-0 sigur, fyrir framan mesta áhorfendafjölda sem sótt hefur knattspyrnuleik í Las Vegas.  

Mexíkó er í 17. sæti á nýutgefnum styrkleikalista FIFA, en Ísland er í 20. sæti.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög