Landslið

U17 karla - 0-3 tap gegn Ísrael

Leikið gegn Rússlandi á morgun, miðvikudag

23.1.2018

U17 karla tapaði í dag 0-3 gegn Ísrael í öðrum leik liðsins á móti í Hvíta Rússlandi. 

Liðið leikur næsta leik sinn á morgun, miðvikudag, þegar það mætir Rússlandi og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Ísrael komst yfir í lok fyrri hálfleiks eftir að hafa skorað af vítapunktinum. Þeir bættu síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik og 0-3 tap staðreynd.

Byrjunarlið Íslands: 

Ómar Castaldo Einarsson 

Finnur Tómas Pálmason (fyrirliði) 

Brynjar Snær Pálsson 

Egill Darri Makan Þorvaldsson

Sölvi Snær Fodilsson 

Guðmundur Axel Hilmarsson 

Davíð Snær Jóhannsson 

Baldur Logi Guðlaugsson 

Andri Fannar Baldursson 

Viktor Andri Hafþórsson 

Mikael Egill Ellertsson
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög