Landslið

A karla - Dregið í þjóðadeildinni í dag

24.1.2018

Dregið verður í riðla í Þjóðadeild UEFA í höfuðstöðvum UEFA í Lausanne í Sviss í dag. Drátturinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Ásamt Íslandi í A deild Þjóðadeildarinnar verða Þýskaland, Portúgal, Belgía, Spánn, Frakkland, England, Sviss, Ítalía, Pólland, Króatía og Holland. Þessum liðum verður skipt niður í fjóra riðla sem hver inniheldur þrjú lið. Leikið verður í september, október og nóvember 2018 og mun sigurvegari hvers riðils fara í úrslitakeppni í júní 2019 þar sem barist verður um sigur í keppninni. Þau fjögur lið sem lenda í neðsta sæti í sínum riðlum falla niður í deild B. 

Fyrir dráttinn í dag hefur Þjóðunum 12 verið skipt í 3 potta og getur Ísland ekki mætt þeim þjóðum sem eru í sama potti (Pólland, Króatía og Holland).

Frekari upplýsingar um dráttinn má finna hér á vef UEFA 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög