Landslið

U17 karla – 1-0 sigur gegn Rússum í lokaleik riðilsins

24.1.2018

Ísland hafði betur gegn Rússum í lokaleik riðilsins á móti í Hvíta-Rússlandi. Leikurinn var nokkuð jafn en þó voru Rússarnir meira með boltann en Ísland átti fleiri skot á markið.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik leiksins en á 74. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu sem Atli Barkarson tókst ekki að nýta. Það var svo á 78. mínútu sem Guðmundur Axel Hilmarsson skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu.

Lokastaða riðlisins

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Rússum í morgun:

Sigurjón Daði Harðarson
Teitur Magnússon
Finnur Tómas Pálsson
Atli Barkarson
Ísak Snær Þorvaldsson
Arnór Ingi Kristinsson
Kristall Máni Ingason
Jón Gísli Eyland Gíslason
Karl Fiðleifur Gunnarsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Mikael Egill EllertssonMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög