Landslið

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer á Algarve Cup kynntur 15. febrúar

Blaðmannafundurinn hefst 13:15 og verður í beinni útsendingu á miðlum KSÍ

14.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun þann 15. febrúar tilkynna hópinn sem fer og keppir á Algarve Cup, en fyrsti leikur liðsins þar er gegn Danmörku 28. febrúar. 

Bein útsending verður frá blaðmannafundinum á miðlum KSÍ og hefst hún klukkan 13:15. 

Ísland er í riðli með Danmörku, Hollandi og Japan og er því ljóst að um hörkuleiki er að ræða.

Leikjaplan liðsins má sjá hér að neðan. 

28. febrúar 

Danmörk - Ísland 

2. mars

Japan - Ísland 

5. mars 

Holland - ÍslandMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög