Landslið

A kvenna - Ísland mætir Japan á föstudaginn í öðrum leik sínum á Algarve Cup

Leikurinn hefst klukkan 15:25 að íslenskum tíma

1.3.2018

A landslið kvenna mætir Japan á föstudaginn í öðrum leik sínum á Algarve Cup. 

Leikurinn fer fram á Est. Bela Vista Parchal og hefst klukkan 15:25 að íslenskum tíma. 

Ísland mætti Danmörku í fyrsta leik sínum á mótinu á miðvikudaginn og gerði þar markalaust jafntefli. Sama dag tapaði Japan 6-2 gegn Hollandi. Japan er í níunda sæti heimslista FIFA. 

Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast, en báðir leikirnir til þessa hafa farið fram á Algarve Cup og var það árin 2015 og 2017. Báðir leikirnir töpuðust 0-2.

Dómari leiksins er Maria Carvajal frá Síle. Henni til aðstoðar eru Leslie Vasquez og Loreto Toloza, einnig frá Síle. Fjórði dómari er Monika Mularczyk frá Póllandi.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög