Landslið

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítalíu

Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma

2.3.2018

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Ítalíu, en hann hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma. 

Byrjunarlið Íslands: 

Telma Ívarsdóttir (M) 

Anita Lind Daníelsdóttir 

Hulda Björg Hannesdóttir 

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir 

Sóley María Steinarsdóttir 

Bergdís Fanney Einarsdóttir 

Alexandra Jóhannsdóttir 

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen 

Stefanía Ragnarsdóttir 

Ásdís Karen Halldórsdóttir 

Guðrún Gyða Haralz 

Þess má geta að Ísland átti að spila við Ítalíu, Svíþjóð og Skotland, en sökum veðurs eru Skotar veðurtepptir og munu ekki koma til La Manga. Svíþóð átti einnig að leika gegn Skotlandi og til að vera örugg um að fá þrjá leiki hafa liðin tvö ákveðið að mætast 3. mars. Verið er að kanna hvort hægt sé að breyta plani mótsins svo þau þurfi ekki að mætast aftur 6. mars.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög