Landslið

Leikið gegn Spánverjum á fimmtudag

28.5.2002

A landslið kvenna leikur gegn Spánverjum í undankeppni HM næstkomandi fimmtudag, en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 18:00. Sigri Ísland í leiknum dugir þeim jafntefli í lokaleik riðilsins, gegn Ítölum á útivelli 8. júní, til að komast í fyrri umferð umspils. Komist þær í gegnum það fara þær í seinni umferð umspils, sem myndi gefa sæti í úrslitakeppninni. Erfitt er að spá um mögulega mótherja, en m.a. eru Frakkar, Englendingar og Írar þar á meðal.

Æfingar: Í dag, þriðjudag, kl. 17:00 á Smárahvammsvelli í Kópavogi
Miðvikudag 10:00 á grasvelli Þróttar við Suðurlandsbraut

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög