Landslið

U21 leikur gegn Frökkum í ágúst

27.5.2002

Ákveðið hefur verið að U21 landslið Íslands og Frakklands leiki vináttulandsleik í Frakklandi 20. eða 21. ágúst nk. Leikurinn er hluti af undirbúningi beggja liða fyrir undankeppni Evrópukeppninnar sem hefst í haust en leikmenn fæddir 1. janúar 1981 og síðar eru hlutgengir í þá keppni og því um ný lið að ræða.

Þess má geta að á morgun leika Frakkar til úrslita í Evrópukeppni U21 og mótherjarnir eru Tékkar sem voru með Íslendingum í riðli í undankeppninni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög