Landslið

Augnablik gegn landsliðinu frá 1982

24.5.2002

Knattspyrnufélagið Augnablik er 20 ára um þessar mundir og í tilefni af því verður leikinn "landsleikur" milli gamalla leikmanna liðsins og A landsliðs Íslands frá árinu 1982. Leikurinn fer fram í Fífunni í Kópavogi á morgun, laugardag, kl. 18:00 og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til að mæta og sjá kunna kappa eins og Atla Eðvaldsson, Þorgrím Þráinsson, Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og marga fleiri sýna knattleikni af bestu tegund.

Fréttatilkynning


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög