Landslið
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Jafntefli við Slóvaka hjá U21 karla

Lokaleikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 og hlutu Íslendingar 7 stig í riðlinum

9.9.2008

Íslendingar léku við Slóvaka í undankeppni fyrir EM 2009 hjá U21 karla og var leikið á Víkingsvellinum í dag.   Lokatölur urðu 1-1 og var staðan þannig í hálfleik.  Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem að skoraði mark Íslendinga.

Gylfi Þór kom Íslendingum yfir á 23. mínútu en Slóvaka jöfnuðu metin á 42. mínútu með marki úr vítaspyrnu.  Var hún dæmd á Eggert Gunnþór Jónsson fyrir að verja boltann með hendi á línu og fékk hann því að líta rauða spjaldið.

Gestirnir sóttu því meira í síðari hálfleik, einum manni fleiri, en íslenska liðið lá heldur til baka og reyndi að sækja hratt er færi gafst.  Hvorugu liðinu tókst þó að bæta við marki og 1-1 jafntefli staðreynd þegar flautað var til leiksloka.

Þetta var lokaleikur Íslands í þessari undankeppni og hlaut liðið sjö stig og hafnaði í fjórða sæti riðilsins.  Það voru Austurríkismenn sem urðu efstir og leika því í úrslitakeppni EM hjá U21 karla er fer fram í Svíþjóð á næsta ári.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög