Landslið
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ísland mætir Liechtenstein í dag

Leikurinn fer fram á La Manga og hefst kl. 15:00

11.2.2009

Í dag mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og fer leikurinn fram á La Manga á Spáni.  Þetta er fyrsti landsleikur íslenska karlalandsliðsins á þessu ári en liðið lék síðast 19. nóvember þegar það lagði Möltu í vináttulandsleik með marki Heiðars Helgusonar.

Þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast, Íslendingar hafa tvisvar farið með sigur af hólmi, einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli og Liechtenstein sigrað einu sinni.

Við munum færa fréttir af leiknum hér á síðunni á meðan honum stendur.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög