Landslið
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Öruggur sigur á Liechtenstein

Eiður Smári og Arnór Smárason skoruðu mörk Íslendinga

11.2.2009

Íslendingar lögðu landslið Liechtenstein að velli í dag í vináttulandsleik sem leikinn var á La Manga.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum frá upphafi og sköpuðu sér fjöldann allan af marktækifærum.  Fyrra markið kom á 28. mínútu þegar að Arnór Smárason skoraði sitt fyrsta A landsliðsmark.  Hann fylgdi þá eftir skoti frá Emil Hallfreðssyni sem markvörðurinn varði en hélt ekki boltanum.  Eiður Smári Guðjohnsen lék á nokkra varnarmenn Liechtenstein og sendi boltann á Emil.

Síðara mark leiksins kom í upphafi síðari hálfleiks, á 47. mínútu.  Eiður Smári skoraði þá beint úr aukaspyrnu, glæsilegt mark, hans 23. landsliðsmark í 56 landsleikjum og bætir hann því enn markametið.

Þrátt fyrir þunga sókn og mörg marktækifæri tókst íslenska liðinu ekki að bæta við mörkum og lokatölur því 2 - 0 Íslendingum í vil.

Næsti leikur íslenska liðsins er vináttulandsleikur gegn Færeyjum, sunnudaginn 22. mars í Kórnum.

Fylgst var með leiknum á heimasíðunni og má sjá textalýsinguna hér.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög