Landslið
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM 2011

Ísland í öðrum styrkleikaflokki

20.2.2009

Dregið verður í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 17. mars kl. 13:30 á staðartíma í höfuðstöðvum UEFA.  Úrslitakeppni HM fer fram fer í Þýskalandi sumarið 2011 og fá Þjóðverjar sjálfkrafa keppnisrétt sem gestgjafar. 

UEFA á 4 sæti í úrslitakeppni HM og eitt lið til viðbótar hefur möguleika á að vinna sér sæti í gegnum aukaleiki við CONCACAF. 

41 lið frá Evrópu taka þátt og leika þau í 8 riðlum, einum 6 liða riðli og sjö 5 liða riðlum. 

Sigurvegarar riðlanna fara í aukaleiki og sigurvegararnir í þeim leikjum fara í úrslitakeppnina.  Þau lið sem tapa í þessum leikjum fara aftur í aukaleiki og sigurvegari þeirra leikja leika enn aðra aukaleiki við CONCACAF um sæti í úrslitakeppninni.  Leiðin í úrslitakeppnina getur því verið ansi löng.

Í 5 liða riðlunum verða 1 lið úr hverjum potti, í 6 liða riðlinum verða 1 lið úr styrkleikaflokki A, B, C og D en 2 úr styrkleikaflokki E.

A:  Svíþjóð, Noregur, Danmörk, England, Frakkland, Rússland, Úkraína og Ítalía.

B:  Finnland, Ísland, Spánn, Tékkland, Hollandi, Scotland, Írland og Pólland.

C:  Sviss, Austurríki, Serbía, Hvíta-Rússland, Belgía, Grikklandi, Portúgal og Ungverjaland.

D:  Slóvenía, Slóvakía, Ísrael, Wales, Rúmenía, N-Írland, Tyrkland og Búlgaría.

E:  Króatía, Armenía, Bosnía-Herzegovína, Kazakhstan, Azerbaijan, Eistland, Malta, Makedónia og Georgía.

Samið verður um leikdaga strax eftir dráttinn, fyrsti leikur Íslands verður í september. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög