Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009.  Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum á Algarve

Annar leikur Íslands á Algarve mótinu hefst kl. 15:00

5.3.2009

Ísland leikur sinn annan leik á Algarve mótinu þegar það mætir Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og gerir hann eina breytingu frá leiknum gegn Noregi.

Sif Atladóttir hefur leikinn í hægri bakverðinum í stað Ástu Árnadóttur en byrjunarliðið er þannig skipað:

Byrjunarlið (4-5-1):

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Varnartengilðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Allir leikmenn hópsins eru tilbúnir í slaginn gegn efsta liðinu á heimslista FIFA fyrir utan Guðnýju Björk Óðinsdóttur sem mun ekki leika á mótinu vegna veikinda.

Þetta er í 10. skiptið sem Ísland og Bandaríkin hafa mæst í A landsleik kvenna og hefur Ísland aldrei farið með sigur af hólmi.  Einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli, 8. apríl 2000 þegar leikið var í Charlotte.  Þremur dögum áður léku þessar þjóðir og sigraði þá bandríska liðið með átta mörkum gegn engu.  En í leiknum gegn Charlotte átti Þóra Helgadóttir markvörður sannkallaðan stórleik og, þrátt fyrir stanslausa sókn heimastúlkna, lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Bandaríkin lögðu Danmörku í fyrstu umferðinni í Algarve Cup með tveimur mörkum gegn engu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög