Landslið
Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís kemur inn í hópinn

Fanndís hittir hópinn á laugardaginn

6.3.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Fanndísi Friðriksdóttur inn í landsliðshópinn er leikur á Algarve.  Er hún kölluð inn í hópinn þar sem Guðný Björk Óðinsdóttir mun ekki leika á mótinu vegna veikinda.

Fanndís mun halda til Algarve á morgun, laugardag, og hitta hópinn síðar sama dag.  Eins og kunnugt er leika Ísland og Bandaríkin í dag kl. 15:00 en á mánudaginn verður leikið við Dani.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög