Landslið
Búningastjóri kvennalandsliðsins á Algarve 2009, Ragnheiður Eliasdóttir, sýnir snilli sína

Undirbúningur fyrir Danaleikinn hafinn

Æft einu sinni í morgun

7.3.2009

Í morgun æfði kvennalandsliðið á Algarve en þar með hófst undirbúningur fyrir leikinn gegn Danmörku sem fer fram kl. 15:00 á mánudaginn.  Allir leikmenn hópsins, fyrir utan Söru Björk Gunnarsdóttur, tóku þátt í æfingunni.

Sara Björk fór í myndatöku í gær og reyndist ekki brotinn en óvíst hvort hún verði meira með á Algarve.  Sif Atladóttir, sem einnig var borin útaf í gær, tók því rólega á æfingunni en ágætlega lítur út með hana.

Frí er seinni part dagsins og hafa leikmenn þá frjálsar hendur og fætur.  Tvær æfingar verða svo á morgun.

Vel fer um mannskapinn og virkilega góður andi í hópnum sem yrði jafnvel enn betri ef sólin mundi skína af afli næstu daga.

Búningastjóri kvennalandsliðsins á Algarve 2009, Ragnheiður Eliasdóttir, sýnir snilli sína

Mynd: Þar sem fáeinir leikmenn gátu ekki beitt sér að fullu á æfingunni í morgun bættist enn á víðtækt starfssvið búningastjórans.  Hér er Ragnheiður Elíasdóttir að taka eina af sínu frægu utanfótarspyrnum og ekki var sökum að spyrja!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög