Landslið
Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

Leikið við Kína kl. 11:30

Margrét Lára getur leikið sinn 50. landsleik

10.3.2009

Ísland mætir Kína í leik um 5. sætið á Algarve mótinu en leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun.  Leikið er um öll sæti á mótinu en úrslitaleikurinn á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna hefst kl. 16:00.

Byrjunarlið Íslands verður kynnt síðar í kvöld en að öllum líkindum mun Margrét Lára Viðarsdóttir leika sinn 50. landsleik á morgun.  Í leiknum gegn Bandaríkjunum lék Ólína G. Viðarsdóttir sinn 25. landsleik.

Ísland og Kína hafa einu sinni áður mæst í kvennalandsleik og var það einmitt þegar leikið var um níunda sætið á Algarve Cup 2007.  Íslenska liðið fór á kostum í þeim leik og fór með, 4 - 1, sigur af hólmi.

Fylgst verður með leiknum gegn Kína á morgun, hér á síðunni.

Leikir um sæti


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög