Landslið
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008.  Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Þúsund krónur fyrir fullorðna á Ísland - Færeyjar

Frítt fyrir 16 ára og yngri á vináttulandsleik Íslands og Færeyja

16.3.2009

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 22. mars kl. 14:00.  Miðaverði á leikinn er stillt í hóf, 1000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri.

Miðasala fer fram á leikdag í Kórnum og hefst tveimur tímum fyrir leik, eða kl. 12:00 á hádegi.

Takmarkað magn miða er í boði á þennan en knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að mæta og hvetja okkar menn gegn frændum okkar Færeyingum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög