Landslið
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

EB/Streymur með fimm leikmenn í færeyska hópnum

Sex nýliðar í færeyska landsliðshópnum er mætir Íslendingum

17.3.2009

Sex nýliðar eru í færeyska landsliðshópnum er mætir Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum, næstkomandi sunnudag kl. 14:00.  Þrír leikmenn hópsins hafa leikið meira en 10 landsleiki og þeirra á meðal eru Símun Samuelsen leikmaður Keflavíkur og Fróði Benjaminsen fyrrum leikmaður Fram.

Líkt og hjá íslenska hópnum, eru flestir leikmennirnir úr liðum er leika heima en þrír leikmenn hópsins leika erlendis.  Flestir leikmennirnir koma frá Færeyjameisturunum í EB/Streymur, fimm talsins, en félagið vann sinn fyrsta titil á síðasta ári.  Gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu tvöfalt því þeir unnu bikarkeppnina einnig, Lögmannssteypið. 

Upphaflega áttu leikmennirnir að vera sex frá Færeyjameisturunum en markahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili, Arnbjörn Hansen, þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.  Í hans stað var valinn Páll Mohr Joensen úr HB.

EB/Streymur varð til árið 1993 en þá sameinuðust, áður erkifjendurnir, EB frá Eiði og Streymur frá Streymnesi.  EB var þó öllu rótgrónara, stofnað árið 1913 en Streymur var stofnað árið 1976.  Nokkrir Íslendingar hafa komið við sögu hjá EB, má þar nefna: Lárus Grétarsson, Magnús Sæmundsson, Þorvald Ingimundarson og Pál Guðlaugsson, sem þjálfaði og lék með EB árið 1991 ásamt því að vera landsliðsþjálfari Færeyja á sama tíma.

Titilvörnin hjá Færeyjameisturunum hefst laugardaginn 4. apríl þegar þeir taka á móti nýliðunum í 07 Vestur.  Spiluð er þreföld umferð í Færeyjum og hefja þeir því leik snemma.

Færeyski hópurinn

 

 

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög